Breiðakur 8 (0103), Garðabær


TegundFjölbýlishús Stærð122.50 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

***Íbúðin er seld með fyrirvara***

Mánalind byggingafélag
kynnir nýja, þriggja herbergja íbúð í  tvílyftu átta íbúða lyftuhúsi á eftirsóttum stað í Akrahverfi í Garðabæ. 
Um er að ræða 122,5 fm. íbúð á jarðhæð með rúmgóðri geymslu. Rúmgóður timburpallur og gott bílastæði í lokaðri bílageymslu.
 
Nánari lýsing:
Af lokuðum svalagangi er gengið inn í rúmgóða, flísalagða forstofu með góðum hvítum fataskápum.
Úr forstofu er gengið inn í skemmtilegt opið rými.
Eldhús með hvítri háglans innréttingu frá HTH, AEG span helluborð og veggofn með sjálfhreinsibúnaði.
Borðstofa og stofa í opnu rými, úr stofu er gengið út á góðan timburpall, sérafnotareitur íbúðar.
Svefnherbergi er með góðum hvítum fataskápum og sérlega rúmgott barnaherbergi með fataskáp. 
Baðherbergi er flísalagt gólf og veggir innbyggð blöndunartæki í sturtu og góð innrétting.
Þvottahús er rúmgott með flísalögðu gólfi.


Breiðakur 6-8 er átta íbúða viðhaldslétt fjölbýli,  húsið er einangrað og klætt að utan með ljósgrárri álklæðningu í bland við viðarklæðningu og með álklæddum timburgluggum frá Velfaq.
Í íbúðum er mynddyrasími og rafmagnsopnun er á helstu gönguhurðum í stigagangi og bílageymslu. Gengið er beint úr bílageymslu inn í upphitaðan stigagang með lyftu.
Sérinngangur er í allar íbúðir af lokuðum svalagangi. 
Gólfhitakerfi er í íbúðum en stigagangur og bílageymsla með hefðbundnu ofnakerfi. 
*Allar ljósmyndir eru teknar í  sýningaríbúð og  eru ætlaðar til glöggvunar innra skipulags.*
 
Akrahverfi er fjölskylduvænt og vel staðsett, hverfi í Garðabæ. Leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli eru í göngufæri og stutt er út á stofnbrautirnar Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut. 
Byggingar- og söluaðili: Mánalind ehf.  sími 511 1020, manalind@manalind.is
Skilalýsingu, teikningar og allar nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899 5533, gudbjorg@manalind.is og Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, í síma 860 4700, thelma@manalind.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2500,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.

Kaupendur greiða skipulagsgjald, 0,3% af fyrsta brunabótamati, þegar það innheimtist.

í vinnslu