Freyjubrunnur 31 (0401), Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð232.70 m2 4Herbergi 2Baðherbergi Sameiginlegur

***Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun***

Mánalind byggingafélag kynnir glæsilega þakíbúð á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi, ásamt tvöföldum bílskúr, við Freyjubrunn 31 í Úlfarsárdal.

Birt stærð eignarinnar er 232,7 fm. samkvæmt þjóðskrá Íslands.

Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu og tvöfaldan bílskúr.

Nánari lýsing: 

Gengið er inn í anddyri með  góðu skápaplássi. Hjónasvíta með fataherbergi og rúmgóðu flísalögðu baðherbergi með innréttingu, baðkari og sturtu.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými, eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. Útgengt er úr stofu og eldhúsi út á 67,2 fm svalir með frábæru útsýni. 
Tvö rúmgóð barnaherbergi með fataskápum, möguleiki er á að stækka stofu á kostnað annars barnaherbergis. Baðherbergi er með sturtu og innréttingu, flísalögð gólf og veggir.
Inn af eldhúsi er þvottahús með flísum á gólfi. Gólfhiti er í íbúðinni. Geymsla íbúðar er á fyrstu hæð merkt 0105.
Á fyrstu hæð er einnig tvöfaldur bílskúr sem tilheyrir íbúðinni og innangengt er úr bílskúrnum inn í anddyri hússins.  
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er á fyrstu hæð.

Freyjubrunnur 31 er fallegt sjö íbúða fjölbýli með lyftu á góðum stað í ÚlfarsárdalHúsið er staðsteypt, einangrað og klætt að utan með álklæðiningu, álklæddir timburgluggar.
Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna, votrými flísalögð samkvæmt skilalýsingu. Vandaðar HTH innréttingar og fataskápar, AEG eldhústæki.
Afhending er áætluð í nóvember/desember 2018.

Góð staðsetning í suðurhlíð Úlfarsárdals. Einstakar náttúruperlur eru í göngufæri, Úlfarsárdalur, Úlfarsfell, Reynisvatn o.fl. Fjölmargir göngu- og hjólastígar bjóða uppá fjölbreytta möguleika til útivistar og tengja saman hverfin í nágrenninu.

Dalskóli er staðsettur á fallegum stað neðst í dalnum og er samrekinn leik- og grunnskóli auk frístundaheimilis. Í dalnum er einnig félagssvæði Fram.

Nánari upplýsingar gefa: Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, thelma@manalind.is, gsm: 860 4700 og Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali. gudbjorg@manalind.is, gsm: 899 5533.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2.500,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.

Kaupendur greiða skipulagsgjald, 0,3% af fyrsta brunabótamati, þegar það innheimtist.

í vinnslu