Freyjubrunnur 31 (0201), Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð70.70 m2 2Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

***Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun***

Mánalind byggingafélag kynnir tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju sjö íbúða fjölbýli með lyftu við Freyjubrunn 31.


Íbúð 0201. Um er að ræða 70,7 fm tveggja herbergja íbúð á annarri hæð þar af 5,4 fm geymsla.
Nánari lýsing: 
Forstofa með skápum.
Rúmgott svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi flísalagt gólf og veggir, sturta með innfelldum blöndunartækjum,. gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. Gluggi á baðherbergi
Eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými. úr stofu er útgengt á góðar 23 fm. svalir.
Eldhús með hvítri háglans HTH innréttingu, AEG tæki.
Öll gólf íbúðar, utan baðherbergis, eru parketlögð með Quick-step harðparketi frá Harðviðarval.

Geymsla íbúðar er á fyrstu hæð merkt 0101.
Sameigingleg hjóla og vagnageymsla er á fyrstu hæð.

Freyjubrunnur 31 er fallegt fjögurra hæða fjölbýli með lyftu á góðum stað í Úlfarsárdal.
Húsið er staðsteypt, einangrað og klætt að utan með álklæðningu. Álklæddir timburgluggar.
Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar, votrými flísalögð og önnur gólf parketlögð með Quick-step Harðparketi frá Harðviðarval.
Vandaðar HTH innréttingar og fataskápar, AEG eldhústæki.


Góð staðsetning í suðurhlíð Úlfarsárdals. Einstakar náttúruperlur eru í göngufæri, Úlfarsárdalur, Úlfarsfell, Reynisvatn o.fl. Fjölmargir göngu- og hjólastígar bjóða uppá fjölbreytta möguleika til útivistar og tengja saman hverfin í nágrenninu.
Dalskóli er staðsettur á fallegum stað neðst í dalnum og er samrekinn leik- og grunnskóli auk frístundaheimilis. Í dalnum er einnig félagssvæði Fram.

Nánari upplýsingar gefa: Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, thelma@manalind.is, gsm: 860 4700 og Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali. gudbjorg@manalind.is, gsm: 899 5533.
manalind@manalind.is
www.manalind.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2.500,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.

Kaupendur greiða skipulagsgjald, 0,3% af fyrsta brunabótamati, þegar það innheimtist.

í vinnslu